Menningarmál

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar starfar samkvæmt reglum sem mennta- og menningarmálaráðherra setur. Hlutverk sjóðsins er að styrkja íslenskt tónlistarfólk við að koma tónlist sinni til stærri áheyrendahóps, á stærri markaði og auka möguleika þess á velgengni utan Íslands. Heimilt er að veita styrki úr sjóðnum til einstaklinga, félaga og stofnana. Þá er heimilt að veita styrki til tónleikaferða, þátttöku í erlendum tónlistarhátíðum, tengslamyndar, þróunar verkefna og markaðssetningar svo og annarra verkefna sem tilgreind eru í úthlutunarreglum.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar sjóðnum þriggja manna stjórn til eins árs í senn. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar tilnefnir tvo fulltrúa og einn er skipaður án tilnefningar og er hann formaður.

  • Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar annast umsýslu sjóðsins. 
  • Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á vef skrifstofunnar