Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Alþjóðlegi Jazzdagurinn 30. apríl 2013

Í tilefni af Alþjóðlega Jazzdeginum þann 30. apríl nk. stendur Íslenska UNESCO-nefndin í  samstarfi við Tónlistarskóla FÍH fyrir viðburði í Hörpu kl. 17 - 18.30 undir yfirskriftinni Hvað er jazz?

Alþjóðlegi Jazzdagurinn 30. apríl 2013
Alþjóðlegi Jazzdagurinn 30. apríl 2013

Í tilefni af Alþjóðlega Jazzdeginum þann 30. apríl nk. stendur Íslenska UNESCO-nefndin í  samstarfi við Tónlistarskóla FÍH fyrir viðburði í Hörpu kl. 17 - 18.30 undir yfirskriftinni Hvað er jazz? Einnig verða jazz-tónleikar á Jómfrúnni, Kex og Café Rosenberg. Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.  Sjá nánari dagskrá hér fyrir neðan og í meðfylgjandi tilkynningu.

Fræðumst, fögnum og fjölmennum eru kjörorð UNESCO fyrir Alþjóðlega Jazzdaginn og verður deginum fagnað í 24 klukkustundir samfleytt um allan heim með fjölbreyttum viðburðum allt frá Beirút til Peking og Dakar til Reykjavíkur.

„Á Alþjóðlega Jazzdeginum taka jarðarbúar höndum saman í friði og sátt og deila ástríðu sinni fyrir tónlist í nafni frelsis og sköpunargleði" segir Irina Bokova Aðalframkvæmdastjóri UNESCO. Þess vegna stóð UNESCO fyrir því að fagna Alþjóðlega Jazzdeginum í fyrsta sinn árið 2012, þá í samstarfi við Velvildarsendiherrann og djasssnillinginn Herbie Hancock. Alþjóðlegi Jazzdagurinn er hátíð draumsins um heim þar sem fólk nýtur hvarvetna friðar og frelsis.
„Allir eru hjartanlega velkomnir!" eru skilaboðin frá UNESCO og í ár tökum við Íslendingar virkan þátt í þessum degi.

Dagskrá Alþjóðlega Jazzdagsins í Reykjavík 2013


Jómfrúin

Kl. 12-13
Reykjavik Swing Syndicate
Haukur Gröndal: Saxófónn
Gunnar Hilmarsson: Gítar
Jóhann Guðmundsson: Gítar
Gunnar Hrafnsson: Bassi

Harpa, Hörpuhornið

Kl. 17:00-18:30
Hvað er jazz?  Málþing og tónlist á vegum Íslensku UNESCO nefndarinnar

Páll Skúlason, formaður nefndarinnar setur þingið
Fyrirlesarar / erindi:
Vernharður Linnet: Þegar jazzinn kom til Íslands
Tómas R. Einarsson: Villimannslegir garganstónar
Sigurður Flosason: Jazzmenntun – þversögn eða nauðsyn
Lana Kolbrún Eddudóttir: Jazzinn og útvarpið
Egill B. Hreinsson: Pendúllinn sveiflast – hvar eru jazzinn og tæknin?
Pétur Grétarsson: Hressleiki og sannfæring í þakkargjörð spunans

Tónlist:
Hljómsveitin Gaukshreiðrið (Tónlistarskóli FIH)
Þorleifur Gaukur Davíðsson: Munnharpa
Sölvi Kolbeinsson: Saxófónn
Mikael Máni Ásmundsson: Gítar
Anna Gréta Sigurðardóttir: Píanó
Birgir Steinn Theódórsson: Kontrabassi
Kristófer Rodrigues Svönuson: Trommur

Café Rosenberg

Kl. 20:30
Jazzhátíð Reykjavíkur fagnar Alþjóðlegum degi jazzins.
Meðal þáttakenda verða Hilmar Jensson, Haukur Gröndal, Hans Anderson, Matthías Hemstock, Pétur Grétarsson,
Óskar Guðjónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson.

Kex Hostel

kl. 20:30
Flosason/Lauritsen kvartett „Nightfall“ – útgáfutónleikar
Sigurður Flosason: Saxófónn
Kjeld Lauritsen: Hammond orgel

Andrés Þór Gunnlaugsson: Gítar
Erik Qvick: Trommur




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum