Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti landsbókavarðar

Embætti landsbókavarðar er laust til umsóknar.

Embætti landsbókavarðar er laust til umsóknar.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Íslands, sem heldur uppi ávirkri og fjölþættri upplýsingaþjónustu á sviði vísinda og fræða, stjórnsýslu og atvinnulífs. Um frekara hlutverk og starfsemi safnsins vísast nánar til ákvæða laga nr. 71/1994 og reglugerðar um Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, nr. 706/1998, sbr. reglugerð nr. 664/2003.

Landsbókavörður er forstöðumaður Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Hann leiðir starfsemi safnsins og annast daglegan rekstur og stjórn þess, undirbýr starfs- og fjárhagsáætlun og ræður starfsmenn. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf og viðbótarmenntun eða starfsreynslu á sviði stefnumótunar og stjórnunar.

Menntamálaráðherra skipar í embætti landsbókavarðar til fimm ára frá og með 1. apríl 2007, að fenginni umsögn stjórnar safnsins, sbr. 3. gr. laga nr. 71/1994 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Um laun landsbókavarðar fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 4. desember nk.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum