Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til háskólanáms í Kína og Tékklandi skólaárið 2008-2009

Umsóknarfrestur er til 16. mars 2008

Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram styrk handa Íslendingum til háskólanáms í Kína námsárið 2008-2009. Umsækjendur um styrk til grunnnáms í háskóla skulu vera yngri en 25 ára og yngri en 35 ára ef þeir sækja um nám á meistarastigi.

Einnig er gert ráð fyrir að tékknesk stjórnvöld bjóði fram styrk til átta mánaða námsdvalar við háskóla í Tékklandi skólaárið 2008-2009. Styrkir til skemmri námsdvalar koma einnig til greina, þó ekki skemur en til tveggja mánaða.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneyti svo og á vef CSC fyrir námsstyrki til Kína og fyrir styrki til Tékklands á vef tékkneska menntamálaráðuneytis

Umsóknarfrestur er til 16. mars 2008. Umsóknir skal senda til menntamálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum