Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úttektir á leik- og grunnskólum

Mennta- og menningarmálamálaráðuneyti hyggst láta gera stofnanaúttektir á þremur leikskólum og þremur grunnskólum á haustmisseri 2010.

Mennta- og menningarmálamálaráðuneyti hyggst láta gera stofnanaúttektir á þremur leikskólum og þremur grunnskólum á haustmisseri 2010, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla og lög nr. 91/2008 um grunnskóla, gildandi reglugerðir um mat og eftirlit og þriggja ára áætlanir ráðuneytisins um úttektir á þessum skólastigum. Hér með er auglýst eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari úttekt á starfi leik- og/eða grunnskóla innan þeirra, bæði þeirra sem reknir eru af sveitarfélaginu og öðrum aðilum. Afstaða skólastjóra viðkomandi skóla til úttektarinnar þarf að koma fram í umsókninni.

Í úttektinni felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Verður það m.a. gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Vakin er athygli á að einnnig getur sveitarfélag óskað eftir því að úttektinni verði jafnframt beint að tilteknum þáttum í skólastarfinu eins og þróunar- og/eða tilraunaverkefnum. Kostnaður vegna úttektarinnar greiðist af ráðuneytinu.

Umsóknir skulu berast mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá sveitarstjórnum fyrir 23. september 2010. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu ráðuneytisins http://www.menntamalaraduneyti.is/sjodir-og-eydublod/. Nánari upplýsingar gefa Margrét Harðardóttir og Védís Grönvold á mats- og greiningarsviði ráðuneytisins.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum