Styrkjatorg - styrkir í boði

Styrkir til verkefna á sviði lista og menningar, menningararfs og til uppbyggingar landsmótsstaða - 10.10.2014

Samkvæmt ákvörðun Alþingis úthluta atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og velferðarráðuneyti styrkjum af safnliðum ráðuneytanna.  Styrkir eru veittir til félaga, samtaka, fyrirtækja eða einstaklinga eftir því sem við á hjá hverju ráðuneyti.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 10. nóvember 2014

Lesa meira

Nám í alþjóðlegum menntaskóla - 8.4.2014

Mennta- og menningarmálamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um skólavist við Alþjóðlegan menntaskóla Rauða krossins (Red Cross Nordic United World College) í Flekke, Noregi.

Lesa meira

Styrkur til Noregsfarar - 14.3.2014

Stjórn sjóðsins „Þjóðhátíðargjöf Norðmanna“ auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða á árinu 2014.

Lesa meira

Styrkir til háskólanáms í Kína skólaárið 2014-2015 - 12.3.2014

Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram 4 styrki handa Íslendingum til náms á grunn- og framhaldsstigi í háskólum í Kína námsárið 2014-2015. 

Lesa meira

Styrkir til náms í Japan - 13.2.2014

Styrkir til náms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum ríkisborgurum til að nema japönsku og japönsk fræði við háskóla í Japan.

Lesa meira

Auglýsing frá Menningarsjóði Íslands og Finnlands - 29.1.2014

Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. 

Lesa meira

Styrkir til þeirra sem hafa fengið námsorlof - 5.12.2013

Samkvæmt reglugerð nr. 762/2010 um námsorlof kennara og stjórnenda í framhaldsskólum er ráðuneytinu heimilt að veita þeim styrk sem hafa fengið námsorlof af fé því sem veitt er til námsorlofa á fjárlögum hverju sinni. Styrkirnir eru ætlaðir til að standa straum af sérstökum kostnaði við að sækja og stunda námið, svo sem vegna ferðalaga, skólagjalda, húsnæðiskostnaðar og fleira.

Lesa meira

Styrkir til háskólanáms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi - 14.8.2013

Stjórnvöld í Þýskalandi bjóða fram styrki handa Íslendingum til að stunda háskólanám og rannsóknastörf í Þýskalandi skólaárið 2014-2015.

Lesa meira

Nám er vinnandi vegur - Styrkir til að efla starfsmenntun - 8.5.2013

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til að efla starfsmenntun samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um átakið Nám er vinnandi vegur.

Lesa meira

Framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs - 18.1.2012

Árið 1994 ákváðu norsk stjórnvöld að leggja til árlegt framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs sem Haraldur V Noregskonungur kynnti í heimsókn sinni til Íslands vegna 50-ára afmælis íslenska lýðveldisins. Framlaginu skyldi ráðstafað í samráði íslenska mennta- og menningarmálaráðuneytisins og norska menningarmálaráðuneytisins. Hið árlega framlag er nú um 1.300.000 norskar krónur.

Lesa meira

Styrkur til háskólanáms í Tyrklandi - 9.8.2011

Mennta-og menningarmálaráðuneytinu hefur borist tilkynning frá Izmir University of Economics í Tyrklandi þess efnis að skólinn muni veita íslenskum námsmanni styrk til grunnáms á næsta skólaári (2011-2012). 

Lesa meira

Senda grein