Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til leiklistarstarfsemi 2005 - atvinnuleikhópar

Menntamálaráðuneytið hefur að tillögu leiklistarráðs úthlutað af fjárlagaliðnum „Starfsemi atvinnuleikhópa".

Menntamálaráðuneytið hefur að tillögu leiklistarráðs úthlutað af fjárlagaliðnum „Starfsemi atvinnuleikhópa" árið 2005, sem hér segir:

Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör 15 millj. kr. skv. starfssamningi.
Artbox- (Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson o.fl.) 8 millj. kr. til leiklistarstarfsemi.
Ísmedia ehf- 4 millj. kr. til uppsetningar á verkinu „Hafið bláa hafið“ sem er nýr söngleikur fyrir börn og unglinga eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson.
Möguleikhúsið- 4 millj. kr. til uppsetningar á nýju íslensku leikriti fyrir börn og unglinga.
Hlutafélag sf- 3,4 millj. kr. til uppsetningar á nýju íslensku leikriti „Elskið okkur - drepið okkur“, eftir Hugleik Dagsson og fleiri.
Fimbulvetur- 3,3 millj. kr. til uppsetningar á nýju íslensku leikriti „Hungur“, eftir Þórdísi Elfu Þorvaldsdóttur Bachmann.
Sokkabandið- 3,2 millj. kr. til uppsetningar á nýju íslensku leikriti „Rökkur“, eftir Jón Atla Jónasson.
Frú Emilía- 2,5 millj.kr. til uppsetningar á nýju íslensku leikriti „Kvöldroði“, eftir Jón Atla Jónasson.
Leikfélagið Regína- 2 millj. kr. til uppsetningar á nýju íslensku leikriti „Naglinn“, eftir Jón Gnarr.
Hið lifandi leikhús- 1,8 millj. kr. til uppsetningar á nýju íslensku leikriti „Eilíf hamingja“, eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og fleiri.
Deconstructive Dance Company- 1,8 millj. kr. til uppsetningar á nýju íslensku dansverki „Óður til kindarinnar“, eftir Jóhann Björgvinsson og Filippíu Elísdóttur.
Kvenfélagið Garpur- 1,5 millj. kr. til uppsetningar á leikritinu „Gefið hvort öðru“, sem byggt er á verkum Svövu Jakobsdóttur.
Stoppleikhópurinn- 1,2 millj. kr. til uppsetningar á nýju íslensku leikriti fyrir börn, „Emma (og Ófeigur)“, eftir Árna Ibsen.
Nútímadanshátíð í Reykjavík- 350 þús. kr. fyrir Reykjavík Dance Festival 2005, þar sem frumflutt verða m.a. verk eftir 8 höfunda.

Alls bárust 6 umsóknir um starfsstyrki og 65 umsóknir til einstakra verkefna frá 52 aðilum.

Á fjárlögum fyrir árið 2005 eru 47 millj.kr. til atvinnuleikhópa. Að auki komu til endurúthlutunar niðurfelld styrkvilyrði frá fyrri árum, samtals um 5 millj.kr. og nemur því heildarfjárhæðin 52 millj.kr. Samtals voru því 37 millj.kr. til verkefnastyrkja að þessu sinni, að Hafnarfjarðarleikhúsinu frátöldu og hefur sú fjárhæð aldrei verið hærri. Í nýjum samningi við Hafnarfjarðarleikhúsið er ekki lengur heimild fyrir leikhúsið að sækja um listamannalaun, eins og í eldri samningi og sé miðað við úthlutun listamannalauna á undanförnum árum til Hafnarfjarðarleikhússins fjölgar listamannalaunum til annarra leikhópa um 12 mánaðarlaun, sem er jafnvirði um 2,4 millj.kr. Stjórn listamannalauna hefur ákveðið að veita samtals 108 mánaðarlaunum til atvinnuleikhópa og eru þau jafnvirði 21,7 millj.kr. Að meðtöldum listamannalaunum eru styrkveitingar til atvinnuleikhópa árið 2005 um 73,7 millj.kr.

Í leiklistarráði eru: Björn G. Björnsson, skipaður án tilnefningar, Þórdís Arnljótsdóttir, skipuð skv. tilnefningu Bandalags sjálfstæðra leikhúsa, og Hjálmar Hjálmarsson, skipaður skv. tilnefningu Leiklistarsambands Íslands.

Stjórn Listamannalauna hefur að tillögu leiklistarráðs ákveðið að veita eftirtöldum leikhópum starfslaun úr listasjóði:
Ísmedia ehf. 10 mánuðir
Möguleikhúsið 6 mánuðir
Hlutafélag sf. 5 mánuðir
Fimbulvetur 8 mánuðir
Sokkabandið 8 mánuðir
Frú Emilía 10 mánuðir
Leikfélagið Regína 5 mánuðir
Hið lifandi leikhús 7 mánuðir
Deconstructive Dance Company 4 mánuðir
Kvenfélagið Garpur 5 mánuðir
Stoppleikhópurinn 2 mánuðir
Nútímadanshátíð í Reykjavík 16 mánuðir

Landnámssetur Íslands, 14 mánuðir,
fyrir „Egils sögu”, leikgerð Benediks Erlingssonar.
Annað svið, 4 mánuðir,
fyrir „Mamma”, nýtt íslenskt leikrit eftir Charlotte Böving og Maríu Ellingsen.
Kómedíuleikhúsið 4 mánuðir,
fyrir „Gísla Súrsson”, leikgerð eftir Elfar Loga Hannesson og Jón Stefán Kristjánsson.


Menntamálaráðuneytið, 25. febrúar 200



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum