Hoppa yfir valmynd
22. mars 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stefnumótun um kvikmyndamenntun

Ráðuneytið stendur nú fyrir stefnumótun um kvikmyndamenntun hér á landi. Stefnumótunin byggir á víðtæku samráði við hagsmunaaðila, þá sem starfa við kvikyndagerð og tengdar greinar, og menntastofnanir.

Stefnumotun-um-kvikmenntamenntun
Stefnumotun-um-kvikmenntamenntun

Mennta- og menningarmálaráðuneyti stendur nú fyrir stefnumótun um kvikmyndamenntun hér á landi. Stefnumótunin byggir á víðtæku samráði við hagsmunaaðila, þá sem starfa við kvikyndagerð og tengdar greinar, og menntastofnanir. Yfirumsjón með stefnumótuninni er í höndum stýrihóps. Í honum eru Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, Þórunn Jóna Hauksdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti auk tveggja erlendra ráðgjafa. Þórður Víkingur Friðgeirsson, ráðgjafi um stefnumótun,  vinnur einnig með stýrihópnum.

Erlendu sérfræðingarnir sem veita ráðgjöf við stefnumótunina eru Henning Camre, forstöðumaður Think Tank on European Film and Film Policy og Vladan Nikolic, prófessor við New School for Public Engagement í New York. Báðir hafa víðtæka reynslu af kvikmyndagerð og kvikmyndamenntun, en Henning Camre var um árabil skólastjóri Danska kvikmyndaskólans og Vladan Nikolic hefur komið að uppbyggingu kvikmyndanáms við New School í New York.

Vladan Nikolic var hér á landi dagana 12-16. mars, en Henning Camre verður hér dagana 20.-24. mars. Tilgangur með heimsóknum þeirra er að fá fram ólík sjónarmið um uppbyggingu kvikmyndamenntunar og læra af reynslu fólks í Evrópu og Bandaríkjunum um þróun menntunar á þessu sviði. Þeir heimsækja menntastofnanir hér á landi og halda fundi með þeim sem starfa við kvikmyndagerð.

Gerð hefur verið bakgrunnskýrsla um stöðu kvikmyndanáms hér á landi, þar sem leitað var sjónarmiða þeirra sem starfa við kvikmyndagerð. Skólum sem bjóða kvikmyndanám hér á landi var boðið að gera athugasemdir við skýrsluna og verða þær birtar ásamt skýrslunni á vef ráðuneytisins. Skýrslunni var fyrst og fremst ætlað að vera innlegg í umræðu um kvikmyndanám hér á landi en endurspeglar ekki afstöðu ráðuneytisins eða stefnu af þess hálfu.

Í kjölfar heimsókna erlendu sérfræðinganna hingað til lands verður öllum hagsmunaaðilum boðið að taka þátt í þátt í stefnumótunarferli, þar sem lagðar verðar áherslur um uppbyggingu kvikmyndamenntunar á Íslandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum