Hoppa yfir valmynd
26. október 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti safnstjóra Náttúruminjasafns Íslands

Embætti safnstjóra Náttúruminjasafns Íslands er laust til umsóknar.

Náttúruminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði náttúrufræða. Hlutverk safnsins er að varpa ljósi á náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd. Náttúruminjasafnið safnar í þessu skyni munum, skráir þá og varðveitir, aflar upplýsinga um náttúru Íslands og nýtingu náttúruauðlinda innan lands og utan. Safnið annast kynningu á náttúru Íslands með sýningum og annarri fræðslustarfsemi fyrir skóla, fjölmiðla og almenning. Náttúruminjasafn Íslands veitir öðrum náttúruminjasöfnum ráðgjöf, stuðlar að samvinnu þeirra hér á landi, á samstarf við vísinda- og rannsóknastofnanir á sviði náttúrufræða á vegum ríkisins og annarra aðila og vinnur að samræmdri safnastefnu á sviði náttúrufræða, jafnframt því sem safnið annast rannsóknir á starfssviði sínu.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands er forstöðumaður og stjórnandi safnsins
  • Safnstjóri mótar stefnu safnsins
  • Safnstjóri situr í safnaráði samkvæmt stöðu sinni
  • Hann er ábyrgur gagnvart ráðherra fyrir fjárhagslegum rekstri og starfsemi safnsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Staðgóð þekking á starfsemi safna nauðsynleg
  • Þekking og reynsla af stjórnsýslu ásamt stjórnunarreynslu æskileg
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg
  • Rík áhersla er lögð á styrkleika í samvinnu og samskiptum
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Sjálfstæði, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar safnstjóra Náttúruminjasafns Íslands til fimm ára í senn, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga um Nátttúruminjasafn Íslands, nr. 35/2007 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

  • Gert er ráð fyrir að skipað verði í embættið frá og með 1. maí nk.
  • Um laun og starfskjör safnstjóra fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006.

Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf ásamt greinargerð um hugmyndir umsækjanda um stefnu safnsins skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneyti,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, 
föstudaginn 14. desember 2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum