Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í grunnskólum haustið 2010

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 er kveðið á um að samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði skuli lögð fyrir alla nemendur í 4. og 7. bekk grunnskóla.

Til skólastjóra og skólanefnda grunnskóla

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 er kveðið á um að samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði skuli lögð fyrir alla nemendur í 4. og 7. bekk grunnskóla. Jafnframt er kveðið á um að nemendur 10. bekkjar skuli á fyrri hluta skólaársins þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði.

Tilgangur samræmdra könnunarprófa í grunnskólum er m.a. að athuga að hvaða marki námsmarkmiðum aðalnámskrár í viðkomandi námsgrein eða námsþáttum hafi verið náð, vera leiðbeinandi um áherslur í kennslu fyrir einstaka nemendur og veita nemendum, foreldrum og skólum upplýsingar um námsárangur og námsstöðu nemenda.

Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk haustið 2010 verða sem hér segir:

10. bekkur

  • Íslenska mánudagur 20. september
  • Enska þriðjudagur 21. september  
  • Stærðfræði  miðvikudagur 22. september   

4. og 7. bekkur

  • Íslenska   fimmtudagur 23. september   
  • Stærðfræði  föstudagur 24. september   
      

Ákvörðun um prófdaga samræmdra könnunarprófa haustið 2010 var tekin í samráði við Námsmatsstofnun  sem sér um framkvæmd prófanna. Reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa er aðgengileg á heimasíðu ráðuneytisins (menntamálaraáðuneyti.is).

Nánari upplýsingar um prófin, s.s. tímasetningar, verða að finna í framkvæmdahefti og á vefsíðu Námsmatsstofnunar þegar nær dregur prófunum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum