Hoppa yfir valmynd
3. september 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynungabók

Kynungabók
Meðfylgjandi er eintak af Kynungabók sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út í ágúst 2010. Bókin inniheldur upplýsingar fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja.  

Markmið með útgáfu Kynungabókar eru að veita raunsæja mynd af stöðu kynjanna í samfélaginu og vekja ungt fólk til umhugsunar. Í ritinu eru hnitmiðaðar upplýsingar úr rannsóknum, gagnagrunnum, lögum og reglugerðum. Kynungabók er ætluð 15-25 ára ungmennum og nær því til nemenda á þremur skólastigum. Vonir standa til að allir sem koma að uppeldi og kennslu geti nýtt sér efnið. Í vetur verður bókin tilraunakennd af teymi níu kennara í grunn-, framhalds- og háskólum. Reynsla þeirra mun hafa áhrif til breytinga á Kynungabók og koma fram í lifandi ritvinnsluskjali bókarinnar sem er á vef ráðuneytisins. Einnig er vonast til að Kynungabók komi kennaranemum, höfundum námsefnis og þeim sem vinna að skólaþróun að góðum notum.

Nafnið Kynungabók felur bæði í sér tilvísun í kyn og ungt fólk. Kynungur er gamalt og gilt orð samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs sem skilgreinir það svo: „sá sem er af tilteknu kyni“.

Kynungabók er dreift til skóla, bókasafna og annarra sem gætu nýtt sér ritið. Á meðan birgðir endast geta kennarar fengið eintök fyrir hópa. Einnig er Kynungabók aðgengileg á vef ráðuneytisins undir efnisflokknum „Jafnréttismál“ til þess að upplýsingarnar megi nýtast sem best og fara sem víðast.

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir, ábendingar og upplýsingar um æskilegar viðbætur til Jónu Pálsdóttur jafnréttisráðgjafa mennta- og menningarmálaráðuneytisins á netfangið [email protected].

 

 


   
Katrín Jakobsdóttir

 

 


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum