Hoppa yfir valmynd
5. maí 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menningarlandið 2009 - Ráðstefna á Hótel Stykkishólmi 11. og 12. maí 2009

Menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti, síðar iðnaðarráðuneyti, hafa frá árinu 2001 gert menningarsamninga við sjö samtök sveitarfélaga á Íslandi.Menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti, síðar iðnaðarráðuneyti, hafa frá árinu 2001 gert menningarsamninga við sjö samtök sveitarfélaga á Íslandi.

Menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti, síðar iðnaðarráðuneyti, hafa frá árinu 2001 gert menningarsamninga við sjö samtök sveitarfélaga á Íslandi. Landið allt, utan höfuðborgarsvæðisins, er þannig tengt saman með menningarsamningum og starfi sjö menningarráða. Samningarnir fela í sér markvissan stuðning ríkissjóðs við menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði.

Í íslensku samfélagi hafa að undanförnu átt sér stað miklar breytingar. Það kallar á viðbrögð – ekki síst á sviði menningar – og því tímabært að meta reynsluna af menningarsamningunum og huga að nýrri sókn í nýsköpun og nýtingu menningararfs okkar.

Af því tilefni boða menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi dagana 11. og 12. maí n.k.

Allir þeir sem á einn eða annan hátt tengjast menningarstarfi og ferðamálum á Íslandi eru hvattir til að mæta á ráðstefnuna enda verða þær umræður sem þar fara fram grundvöllur að frekara samstarfi ríkis og sveitarfélaga um menningu og menningartengda ferðaþjónustu.

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og um skráningu er að finna á http://www.ferdamalastofa.is/displayer.asp?cat_id=34&module_id=220&element_id=4699.

 


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum