Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Lífshlaupið 2010 hófst formlega í þriðja skiptið í gær

Þátttaka almennings í Lífshlaupinu hefur aukist ár frá ári og hafa nú yfir 270 vinnustaðir skráð sig til keppni og um 200 bekkir úr um 30 grunnskólum. Reikna má með að þátttakan í ár verði á bilinu 8-10.000 manns.

lífshlaup
lifshlaup

Lífshlaupið hófst formlega í þriðja skiptið í gær. Opnunin var að þessu sinni í Sjálandsskóla í Garðabæ. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ásamt heilbrigðisráðherra Álfheiði Ingadóttur ávörpuðu gesti og tóku þátt í skemmtilegri þraut í anda Skólahreystis ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar, Margréti Björnsdóttur forstjóra Lýðheilsustöðvar, Hafsteini Pálssyni formanni almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Helga Grímssyni skólastjóra Sjálandsskóla og 6 nemendum úr Sjálandsskóla.

Þátttaka almennings í Lífshlaupinu hefur aukist ár frá ári og hafa nú yfir 270 vinnustaðir skráð sig til keppni og um 200 bekkir úr um 30 grunnskólum. Reikna má með að þátttakan í ár verði á bilinu 8-10.000 manns.

Skráning og nánari upplýsingar á www.lifshlaupid.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum