Hoppa yfir valmynd
8. júní 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Vottað ISO9001 gæðakerfi í Menntaskólanum í Kópavogi

Með innleiðingu kerfisins er leitast við að treysta verklag innan skólans og tryggja að allir nemendur fái góða þjónustu óháð því hver framkvæmir hana.

Menntaskólinn í Kópavogi fékk nú í vor vottun frá Vottun hf. um að gæðakerfi skólans uppfylli kröfur ISO 9001 gæðastaðalsins.
Með innleiðingu kerfisins er leitast við að treysta verklag innan skólans og tryggja að allir nemendur fái góða þjónustu óháð því hver framkvæmir hana. Unnið er út frá markmiðum framhaldsskólalaga og hafa allir starfsmenn skólans komið að verkefninu.
Kjarninn í gæðastjórnunarkerfinu skv. ISO 9001 er að skilgreina verklag og verkferla. Samhliða ritun verkferla voru stefnuskjöl skólans yfirfarin, starfslýsingar endurskoðaðar, áfangalýsingar uppfærðar og komið á samræmdu formi fyrir kennsluáætlanir svo nokkuð sé nefnt. Rýni á einstökum verkferlum er í gangi jafnt og þétt sem leiðir til stöðugra umbóta auk þess sem skólinn leitast með þessu við að uppfylla kröfur framhaldsskólalaga um mat og eftirlit með gæðum í skólastarfi.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum