Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýr þjónustusamningur undirritaður milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Fjölmenntar

Þann 12. nóvember sl. var undirritaður nýr þjónustusamningur milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Fjölmenntar sem gildir til 31. desember 2013.

þjónustusamningur undirritaður milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Fjölmenntar
þjónustusamningur undirritaður milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Fjölmenntar

Þann 12. nóvember sl. var undirritaður nýr þjónustusamningur milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Fjölmenntar sem gildir til 31. desember 2013. Ný skipulagsskrá Fjölmenntar tók gildi 1. janúar 2011 og hefur stofnunin fengið nýtt heiti – FJÖLMENNT, símenntunar- og þekkingarmiðstöð.

Fjölmennt er sjálfseignarstofnun í eigu Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands og var stofnuð árið 2002 á grunni Fullorðinsfræðslu fatlaðra. Hlutverk Fjölmenntar tekur nokkrum breytingum með nýrri skipulagsskrá og verður unnið að þeim breytingum á árinu 2011. Þjónustueiningar Fjölmenntar verða tvær; símenntunardeild og ráðgjafardeild. Með aukinni áherslu á ráðgjafarþátt Fjölmenntar er unnið að aukinni samskipan í námstilboðum fyrir fatlað fólk. Fjölmennt mun áfram halda sértæk námskeið fyrir þá sem ekki geta nýtt sér námstilboð annarra símenntunaraðila. Í nýjum þjónustusamningi er kveðið á um að stefnt skuli að samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins með það að leiðarljósi að auka samlegðaráhrif þessara stofnana.

Mikil vinna hefur verið lögð í þá framtíðarsýn sem finna má í nýjum samningi og síðastliðið haust réðst Fjölmennt í að taka á leigu glæsilegt húsnæði að Vínlandsleið 14 í Reykjavík sem leysir af hólmi húsnæði í Borgartúni sem var um margt ófullnægjandi bæði fyrir nemendur og kennara.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum