Hoppa yfir valmynd
31. maí 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Svandís gegnir embætti mennta- og menningarmálaráðherra

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, gegnir nú embætti mennta- og menningarmálaráðherra í stað Katrínar Jakobsdóttur sem er byrjuð í fæðingarorlofi.

Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, gegnir nú embætti mennta- og menningarmálaráðherra í stað Katrínar Jakobsdóttur sem er byrjuð í fæðingarorlofi.

Svandís tók við embætti umhverfisráðherra þann 10. maí 2009 og mun hún áfram gegna því embætti samhliða embætti mennta- og menningarmálaráðherra. Svandís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1983 og BA prófi í almennum málvísindum og íslensku frá Háskóla Íslands 1989 og stundaði MA-nám í íslenskri málfræði 1989-1993.

 Nánari upplýsingar um ráðherra.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum