Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Brotthvarf nemenda á framhaldsskólastigi

Færri ljúka framhaldsskólastigi á réttum tíma á Íslandi en í flestum OECD-löndum

Á Íslandi höfðu 44% nýnema á framhaldsskólastigi árið 2003 brautskráðst á réttum tíma, þ.e. innan fjögurra ára frá upphafi náms. Aðeins í Lúxemborg höfðu færri nemendur lokið námi á framhaldsskólastigi á tilskildum tíma, 41% nemenda, en þar í landi er algengt að nemendur þurfi að endurtaka námsár í skóla. Tveimur árum síðar höfðu 71% nýnema í Lúxemborg brautskráðst en 58% íslenskra, og er Ísland þar í neðsta sæti þeirra 11 OECD-ríkja sem höfðu sambærilegar tölur.

Að meðaltali höfðu 68% nýnema á framhaldsskólastigi í OECD löndunum brautskráðst á réttum tíma. Tveimur árum eftir að námi átti að vera lokið hafði hlutfall brautskráðra hækkað í 81%. Þess skal getið að framhaldsskólanám er mislangt í OECD-ríkjunum. Algengt er að það sé 3 ár, en í sumum löndum er það 2 ár, í öðrum 4 ár eins og á Íslandi. Þá eru nemendur á Íslandi eldri en í flestum öðrum OECD-löndum þegar þeir ljúka framhaldsskóla á réttum tíma.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum