Hoppa yfir valmynd
15. maí 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Heimsókn í Sjálandsskóla í Garðabæ

Katrín Jakobsdóttir heimsótti Sjálandsskóla, sem fékk Íslensku menntaverðlaunin 2011.

Sjálandsskóli
Sjálandsskóli
Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, heimsótti Sjálandsskóla ásamt nokkrum starfsmönnum ráðuneytisins. Heimsóknin hófst með því að hlýða á morgunsöng, þar sem allir nemendur sungu tvö lög að venju og kórinn söng einnig eitt lag. Að því loknu fór ráðherrann og fylgdarlið um skólann í fylgd skólastjórans, Eddu Bjargar Sigurðardóttur, kynntu sér starfsemi hans og ræddu viðnemendur og kennara. Nemendur sáu sjálfir um að kynna það sem hver hópur var að vinna við.
Sjálandsskóli tók til starfa árið 2005 og er í nýju og glæsilegu húsnæði, sem Zeppelin arkitektastofan hannaði og á heimasíðu hennar segir m.a. að h
önnun skólans sé byggð á uppeldisfræðilegri stefnu, sem miðar að opnu og sveigjanlegu kennslurými sem getur þjónað jafnt í kennslu, leik og uppákomum svo sem leiksýningum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum