Hoppa yfir valmynd
19. júní 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ungir Vestur-Íslendingar heimsækja ráðuneytið

Ráðuneytisstjóri og starfsmenn ráðuneytisins ræddu við þátttakendur í Snorra-verkefninu
Snorraverkefni
Snorraverkefni

Þjóðræknisfélag Íslendinga stofnaði Snorraverkefnið árið 1998 í samvinnu við Norræna Félagið á Íslandi. Frá árinu 1999 hafa árlega komið hópar ungra afkomenda íslenskra landnema í Vesturheimi til sex vikna dvalar á Íslandi. Þeir hafa notið fræðslu, tekið þátt í daglegum leik og starfi til að kynnast íslensku þjóðlífi, kynnst náttúru Íslands og síðast en ekki síst ættingjum sínum á Íslandi. Verkefnið hefur að markmiði að efla tengsl fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi við Ísland og hefur það notið mikilla vinsælda. Að þessu sinni eru þátttakendur 16 og þeir koma frá Kanada og Bandaríkjunum.
Í heimsókn sinni dag í mennta-og menningarmálaráðuneyti hittu þeir ráðuneytisstjóra, Ástu Magnúsdóttur og fulltrúa frá fagskrifstofum ráðuneytisins. Líflegar umræður spunnust um siði og venjur Íslendinga, skólamál og menningarmál.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum