Hoppa yfir valmynd
21. júní 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Innritun 10. bekkinga í framhaldsskóla haustið 2012

Hátt hlutfall 10. bekkinga fá skólavist samkvæmt fyrsta eða öðru vali.

Innritun 10. bekkinga í framhaldsskóla á haustönn 2012 er nú lokið. Hlutfall þeirra sem fengu inni í öðrum hvorum þeim skóla, sem þeir sóttu um skólavist í, er 97,6%.

103 nemendur fengu úthlutað námsplássi í þriðja skóla, þ.e. skóla sem þeir sóttu ekki um í, samkvæmt reglum þar að lútandi. Í þeim er m.a. kveðið á um að reynt er að finna skóla sem er næst heimili nemandans og hefur í boði nám, sem er hliðstætt því sem sótt var um.

  • Nánari upplýsingar og niðurstöður innritunar eru birtar á menntagatt.is.                       
Val 1 3661 85,60%
Val 2 511 12%
Val 3 103 2,40%
Alls 4275 100,00%

 innritun2012

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum