Hoppa yfir valmynd
3. ágúst 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýtt stjórnskipulag Hörpu

Að loknu fyrsta starfsári Hörpu hafa eigendur Hörpu ákveðið að endurskoða stjórnarfyrirkomulag og rekstrarforsendur hússins og er unnið að því að klára eigendastefnu og rekstraráætlun til næstu fimm ára. Breytingarnar byggjast  meðal annars á niðurstöðum úttektar sem ráðgjafafyrirtækið KPMG gerði á rekstri og skipulagi Hörpu að beiðni fulltrúa eigenda hússins, íslenska ríkisins og ReykjavíkurborgarAð loknu fyrsta starfsári Hörpu hafa eigendur Hörpu ákveðið að endurskoða stjórnarfyrirkomulag og rekstrarforsendur hússins og er unnið að því að klára eigendastefnu og rekstraráætlun til næstu fimm ára. Breytingarnar byggjast  meðal annars á niðurstöðum úttektar sem ráðgjafafyrirtækið KPMG gerði á rekstri og skipulagi Hörpu að beiðni fulltrúa eigenda hússins, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar

HELSTU ATRIÐI:

  • Harpa verður rekin í einu félagi.
  • Eigendastefna og rekstraráætlun til fimm ára kynntar í haust.
  • 250 þúsund gestir sótt 367 tónlistarviðburði á fyrsta árinu.

Að loknu fyrsta starfsári Hörpu hafa eigendur Hörpu ákveðið að endurskoða stjórnarfyrirkomulag og rekstrarforsendur hússins og er unnið að því að klára eigendastefnu og rekstraráætlun til næstu fimm ára. Breytingarnar byggjast  meðal annars á niðurstöðum úttektar sem ráðgjafafyrirtækið KPMG gerði á rekstri og skipulagi Hörpu að beiðni fulltrúa eigenda hússins, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Helstu niðurstöður úttektarinnar eru:

  • Rekstrarafkoma Hörpu verður neikvæð um 407 m.kr. árið 2012 m.v. óbreyttar forsendur. Ástæður þessa eru að þær áætlanir sem lágu fyrir þegar ákveðið var að halda áfram byggingu hússins hafa ekki gengið eftir. Fasteignagjöld verða hærri en áætlað var, rekstur hússins er dýrari en gert var ráð fyrir, tekjur af ráðstefnum skila sér hægar en áætlað var sem og tekjur af veitingasölu og bílastæðahúsi.
  • Rekstur tónlistar- og menningarstarfsemi hefur gengið samkvæmt áætlun og hafa 250 þúsund manns sótt 367 tónleika og menningarviðburði í húsinu.
  • Stjórnskipulag hússins er erfitt vegna flókinnar félagauppbyggingar sem á sér rætur í því að í upphafi átti bygging og rekstur hússins að vera á vegum einkaaðila. Rekstur Hörpu fer nú fram í alls átta einkahlutafélögum sem hvert um sig hefur sjálfstæða stjórn.

Á grundvelli niðurstaðna úttektarinnar hafa fulltrúar eigenda ákveðið:

  • Unnið verður að því að færa rekstur hússins í eitt félag í eigu ríkis og borgar.  Þá er gert ráð fyrir því að Sítus verði áfram sjálfstætt félag sem fari með lóðir í kringum Hörpu fyrir hönd eigenda. Þannig mun gagnsæi aukast og stjórnarhættir batna, jafnframt því sem hagræðing næst. Þessar ráðstafanir munu ekki hafa áhrif á þær skuldbindingar sem félögin hafa tekist á hendur.
  • Eigendastefna Hörpu verður kynnt í framhaldinu þar sem sett verða fram markmið eigenda, ríkis og borgar, með rekstri hússins.
  • Rekstraráætlun til fimm ára verður kynnt á sama tíma. Hún verður unnin með eigendastefnu Hörpu til hliðsjónar og með það að markmiði að gera rekstur hússins sjálfbæran.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum