Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Hugmyndasamkeppni um Stöng í Þjórsárdal

Efnt hefur verið til samkeppni um hönnun ásýndar og umhverfis fornleifa við Stöng.
Hugmyndasamkeppni um Stöng í Þjórsárdal
Hugmyndasamkeppni um Stöng í Þjórsárdal

Fornleifavernd ríkisins í samvinnu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Arkitektafélag Íslands efnir í sumar til almennrar hugmyndasamkeppni um tillögur að hönnun ásýndar og umhverfis fornleifa sem eru við Stöng í Þjórsárdal.

Með verkefninu er stefnt að því að minjastaður á Íslandi verði í fyrsta skipti hannaður heildrænt með hliðsjón af umhverfisþáttum og með það í huga að gera hann aðgengilegan og áhugaverðan fyrir almenning. Hér er því um frumkvöðlaverkefni að ræða. Áhugi er fyrir að gera sem flestar af fornleifunum í dalnum aðgengilegar fyrir ferðamenn á næstu árum. Hugsanlegt er að yfirfæra megi hugmyndina að fullu eða að hluta yfir á aðrar fornleifar í dalnum. Markmiðið er að nýta megi lausnina sem tillögu að því hvernig megi vinna að svipuðum verkefnum í framtíðinni á öðrum íslenskum minjastöðum. Verkefnið er unnið með styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða/Ferðamálastofu.

  • Keppnislýsing er á vef Arkitektafélags Íslands, www.ai.is, á vef Félags íslenskra landslagsarkitekta, www.fila.is og á vef Fornleifaverndar ríkisins, www.fornleifavernd.is,  og tillögur verða að liggja fyrir eigi síðar en 28. september 2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum