Hoppa yfir valmynd
4. október 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Heimsókn ráðherra til Hafnar í Hornafirði

Afmælismálþing og viljayfirlýsing undirrituð um framtíðarstefnumótun Nýheima

Höfn Hornafirði 2012
Höfn Hornafirði 2012

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti  Höfn í Hornafirði 3. október sl. Þar kynnti hún sér starfsemi Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu og ræddi við nemendur og starfsfólk skólans. Nýheimar, þekkingarsetur og miðstöð rannsókna, nýsköpunar, menningar og menntunar á Höfn og í nágrannasveitum, var einnig viðkomustaður ráðherra. Sýning með verkum Svavars Guðnasonar listmálara var skoðuð í Svavarssafni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og loks voru hugmyndir heimamanna um List- og verknámsaðstöðu í Vöruhúsinu kynntar.

Fjölbrautarskólinn á tuttugu og fimm ára afmæli um þessar mundir og Nýheimar eru tíu ára og því var efnt til afmælismálþings, þar sem ráðherra var meðal þátttakenda. Við það tilefni var undirrituð viljayfirlýsing um framtíðarstefnumótun Nýheima, en einnig mun atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti koma að þeirri vinnu auk þeirra aðila, sem hafa starfsemi sína í Nýheimum.

Höfn Hornafirði 2012Katrín ræðir við nemendur Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum