Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ný framtíðarsýn fyrir norrænt menningarsamstarf

Stefna verður sett fram til ársins 2020 fyrir norrænt menningarsamstarf

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir

„Nýja stefnan á að tryggja betri samhæfingu milli norræna menningarsamstarfsins og þess samstarfs, sem á sér stað utan hins formlega samstarfs“, sagði Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í framsögræðu sinni á Norðurlandaráðsþinginu í Helsingfors. Í frétt á norræna vefnum Norden.org segir um nýju stefnuna: Listamenn og þeir sem starfa að menningu geta nú farið að hlakka til nýrrar menningarpólitískrar framtíðarsýnar í menningarsamstarfinu á Norðurlöndum. Á fundi sínum í Helsinki samþykktu norrænu menningarmálaráðherrarnir nýja áætlun til lengri tíma en áður um norrænt menningarsamstarf. Stefnan mun taka gildi 2013 og gilda til 2020.

Menningarmálaráðherrarnir vilja að menningarlíf á Norðurlöndum sé lifandi og stefnunni er ætlað að veita menningarsamstarfinu svigrúm til að aðlagast straumum og áskorunum samfélagsins. Fimm atriði eru undirstaða nýju stefnunnar: Sjálfbær Norðurlönd, Skapandi Norðurlönd, Fjölmenningarleg Norðurlönd, Ung Norðurlönd og Stafræn Norðurlönd.
Ósk menningarmálaráðherranna um að eiga aukið samstarf við listamenn og þá sem vinna í menningargeiranum á Norðurlöndum er mikilvægur liður í stefnunni. Menningarpólitísk ósk um auknar skuldbindingar og þátttöku allra hagsmunaðila í sögulegu nánu menningarsamstarfi á Norðurlöndum er því skýr.
Menningarmálaráðherrarnir vilja að menningarsviðið taki virkari þátt í samfélagsþróuninni á Norðurlöndum. Í stefnunni er því talað um nánara samstarf við svið eins og t.d. menntun, rannsóknir, félags- og heilbrigðissvið og við atvinnulífið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum