Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ný norræn verðlaun fyrir barna- og unglingabókmenntir

Norðurlandaráð samþykkti nýja áætlun til að styrkja barnabókmenntir á Norðurlöndum.


„Verðlaunin munu vekja athygli á þeim frábæru höfundum barna- og unglingabóka, sem starfa á Norðurlöndum . Þau munu ásamt þeim aðgerðum, sem samþykktar voru, efla barnabókmenntirnar og lestur barna og unglinga“ sagði Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra þegar hún mælti fyrir tillögunni á þingi Norðurlandaráðs á Helsingfors.

Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á næsta ári, 2013 og verða óháð bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs. Verðlaunin verða þau fimmtu sem Norðurlandaráð veitir árlega en auk þeirra eru bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun og umhverfisverðlaun. Tillagan um nýju verðlaunin fékk góðar undirtektir á þinginu og var samþykkt samhljóða.

Verðlaunin eru hluti af stærra verkefni á vegum norrænu ráðherranefndarinnar til að auka vægi barnabókmennta og efla lestur barna og unglinga. Í þeim aðgerðum felast m.a. styrkir til barnabókahöfunda, barnabókavika í bókasöfnum og fleira.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum