Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Vaxtarsprotar í skólastarfi!

Kynning á 50 þróunarverkefnum úr leik-, grunn- og framhaldsskólum.


Kynning á 50 þróunarverkefnum úr leik-, grunn- og framhaldsskólum í Lækjarskóla í Hafnarfirði, 9.–10. nóvember (14.00 til 17.00 og 9.00 til 13.30).

Leikskólar

Verkefni leikskólanna fjalla m.a. um sögu og samverustundir, skapandi verkefni í anda Reggio Emilia, lýðræði í skólastarfi, útinám og umhverfismennt, málrækt, leik og leikuppeldi, lestur og heimspeki.   

Grunnskólar

Þróunarverkefnin í grunnskólunum tengjast m.a. námsmati, læsi og ritun, fjölbreyttum kennsluháttum, aukinni hreyfingu, jákvæðum aga, lýðræði, einelti, listnámi, nýsköpun, fjölmenningu, sérkennslu, listum, umhverfismennt, snjalltækni, kvikmyndagerð, fjölsmiðjum, náttúruskóla, hestamennsku og ratleikjum.

Framhaldsskólar

Framhaldsskólar kynna verkefni sem tengjast starfendarannsóknum, nýjum áföngum og námsbrautum, lýðræðislegu félagslífi, jafningjakennslu, fjölmenningu, uppstokkun námskipulags, samstarfi við atvinnulífið, stærðfræðimenntun, nýsköpun, heilsueflingu og verkefnastýrðu námi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum