Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skýrsla um starfsþróun kennara

Símenntun og starfsþróun kennara hefur verið til umfjöllunar í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu í góðu samstarfi við háskólana þrjá sem mennta kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og kennarasamtökin.

Símenntun og starfsþróun kennara hefur verið til umfjöllunar í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu í góðu samstarfi við háskólana þrjá sem mennta kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og kennarasamtökin. Í framhaldi af Skýrslu nefndar um endurskipulagningu endurmenntunar kennara sem kom út í lok árs 2010 hélt samstarf þessara aðila áfram, enda viðfangsefnið bæði umfangsmikið og mikilvægt. Í ágúst 2011 var stofnuð samstarfsnefnd þessara aðila og birt viljayfirlýsing um áherslur í samstarfinu.

Nú er komin út skýrsla stýrihópsins sem gefur yfirlit yfir starf og helstu tillögur samstarfsnefndar um símenntun/starfsþróun kennara. Helsta tillaga stýrihópsins er um stofnun fagráðs sem yrði formlegur vettvangur aðila til að vinna málaflokknum markvisst brautargengi.

Á málþingi samstarfsnefndarinnar, sem haldið var 18. október sl., tilkynnti Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra að hún hefði tekið ákvörðun um að fagráðið skyldi stofnað til að tryggja að starfsþróun kennara verði markviss og árangursrík. Þá væri afar þýðingarmikið að fagráðið fengi skýrt umboð til að afla upplýsinga um það fjármagn sem ætlað er til málaflokksins og dreifingu þess. Miklar vonir eru bundnar við störf fagráðsins til framtíðar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum