Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Íslandsmót barna í skák 2013


Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flutti setningarávarp á Íslandsmóti barna 2013, sem fram fór í Rimaskóla í Reykjavík.

Íslandsmót barna í skák 2013
Íslandsmót barna í skák 2013

 

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flutti setningarávarp á Íslandsmóti barna 2013, sem fram fór í Rimaskóla, laugardaginn 12. janúar og lék síðan fyrsta leikinn fyrir Nansý Davíðsdóttur, sem var Íslandsmeistari árið 2012, og jafnframt eina stúlkan sem hefur náð þeim árangri. Ráðherra fagnaði því í ávarpi sínu hve skákíþróttin er að sækja í sig veðrið meðal ungu kynslóðarinnar og sagði skákina eiga heima í skólakerfinu. Nýverið hefði verið settur á laggirnar starfshópur til að meta áhrif skákkunnáttu á námsárangur og félagslega færni barna, auk þess sem hópnum er ætlað að kortleggja stöðu skákkennslu í grunnskólum landsins. Mótið sjálft var vel skipað og æsispennandi.

Vignir Vatnar Stefánsson, nemandi í Hörðuvallaskóla, stóð uppi sigurvegari eftir úrslitaeinvígi við Nansý og er því Íslandsmeistari barna 2013 og tekur þátt í Norðurlandamótinu í skólaskák, sem haldið verður á Bifröst í febrúar 2013. Þetta er í 20. sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitil barna. Sigurður Páll  Steindórsson sigraði á fyrsta mótinu árið 1994, en meðal annarra meistara má nefna Dag Arngrímsson, Guðmund Kjartansson og Hjörvar Stein Grétarsson.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum