Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Miðstöð íslenskra bókmennta tekur til starfa

Tekur við hlutverki bókmenntasjóðs og skrifstofu hans svo og verkefninu Sögueyjan Ísland.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tekið til starfa og tekur hún við hlutverki bókmenntasjóðs og skrifstofu hans svo og verkefninu Sögueyjan Ísland sem annaðist þátttöku Íslands sem heiðursgests á bókasýningunni í Frankfurt haustið 2011.

Miðstöðinni er m.a. ætlað að efla enn frekar bókmenntakynningar og skapa starfsumgjörð sem er til þess fallin að fylgja eftir hinu mikilvæga átaki stjórnvalda á bókasýningunni í Frankfurt haustið 2011 að koma íslenskum bókum á framfæri erlendis. Bókmenntasjóður starfar innan vébanda Miðstöðvarinnar.

 

Viðfangsefni Miðstöðvar íslenskra bókmennta eru að:

  • Styrkja útgáfu íslenskra ritverka og útgáfu erlendra bókmennta á íslenskri tungu með fjárframlögum úr bókmenntasjóði;
  • kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra og
  • efla bókmenningu á Íslandi.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað stjórn Miðstöðvarinnar til þriggja ára en hún úthlutar jafnframt úr bókmenntasjóði:

Aðalmenn:

  • Hrefna Haraldsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar
  • Jón Karl Helgason, varaformaður, tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands
  • Hlín Agnarsdóttir, tilnefnd af  Rithöfundasambandi Íslands
  • Þórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Hagþenki
  • Sigurður Svavarsson, tilnefndur af Félagi íslenskra bókaútgefenda

 Varamenn:

  • Sigtryggur Magnason, skipaður án tilnefningar
  • Haukur Ingvarsson, tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands
  • Magnea J. Matthíasdóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands
  • Kristján Jóhann Jónsson tilnefndur af Hagþenki
  • Sigþrúður Gunnarsdóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra bókmennta

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur aðsetur í Austurstræti 18, 101 Reykjavík

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum