Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Aðalnámskrá dreift til grunnskóla

Aðalnámskráin og veggspjöld um lykilhæfni send til skóla um allt land

Aðalnámskrá dreift til grunnskóla
Aðalnámskrá dreift til grunnskóla

Um þessar mundir er verið að dreifa prentaðri útgáfu á Aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta 2011 og greinasviðum 2013, til grunnskóla um allt land. Gert er ráð fyrir að allir kennarar fái eintak af ritinu, sem hefur bæði almennan hluta námskrárinnar og námskrá fyrir einstök greinasvið. Þá eru einnig send til skóla ný veggspjöld sem skýra með einföldum hætti  lykilhæfni við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Lykilhæfni er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans.

Útgáfa aðalnámskrár fyrir greinasvið grunnskóla er lokaáfangi í heildarendurskoðun á aðalnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla sem hófst í kjölfar heildarendurskoðunar laga fyrir þessi skólastig.

Aðalnámskrá dreift til grunnskóla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum