Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Þjóðarleikvangar fyrir íþróttir

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að gera tillögu um stefnu um þjóðarleikvanga fyrir íþróttir.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að gera tillögu um stefnu um þjóðarleikvanga fyrir íþróttir. Umræða um þetta málefni hefur átt sér stað um langa hríð og í nýlegri íþróttastefnu er ein þeirra leiða, sem fara á í mannvirkjamálum, að móta stefnu um þjóðarleikvanga. Mannvirki á Íslandi, sem geta tekið á móti alþjóðlegum íþróttaviðburðum, eru nokkur og  mikilvægt er að tryggja íþróttagreinum, sem þurfa á slíkum mannvirkjum að halda, öruggt aðgengi að þeim.  
Hlutverk starfshópsins er að:

  • gera tillögu um hvernig skilgreina eigi hugtakið „þjóðarleikvangur“,
  • gera tillögu um hvernig aðkoma ríkisins skuli vera að verkefnum sem tengjast skilgreindum þjóðarleikvöngum,
  • skýra hlutverk viðkomandi sveitarfélags, Íþrótta- og Ólympíusambandsins og sérsambanda í ákvörðunum um þjóðarleikvanga,
  • gera tillögu um forsendur sem liggja ættu til grundvallar vali á íþróttaleikvangi sem þjóðarleikvangi,
  • gera tillögu um mannvirki í Laugardalnum í Reykjavík sem til greina koma sem þjóðarleikvangur.

Mælst er til þess að starfshópurinn ljúki störfum eigi síðar er fyrir lok júní 2013.  Mennta- og menningarmálaráðuneytið greiðir ekki sérstaklega fyrir störf hópsins.
 

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Óskar Þór Ármannsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneytinu,
  • Ólafur Rafnsson, tilnefndur af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands,
  • Ómar Einarsson, tilnefndur af Reykjavíkurborg.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum