Hoppa yfir valmynd
21. maí 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skóli margbreytileikans: Möguleikar og mótsagnir

Málþing um skóla án aðgreiningar 30. maí nk.

Rannsóknarstofur um skóla án aðgreiningar og um þróun skólastarfs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir málþingi í Skriðu, húsnæði sviðsins við Stakkahlíð í Reykjavík, fimmtudaginn 30. maí 2013 kl. 13:10.
Sjónum er beint að hinum margræðu og umdeildu hugmyndum sem eru í forgrunni umræðunnar um stefnuna „skóli án aðgreiningar“, tilgang hennar og framkvæmd. Stefnan hefur verið lögfest hér um árabil í lögum um leik- og grunnskóla og útfærð í reglugerðum og aðalnámsskrám. Þessi stefna er ríkjandi í flestum ríkjum heimsins og í mennta- og mannréttindastefnum UNESCO, UNICEF, Evrópusamtakanna og flestra annarra alþjóðastofnanna sem láta sig menntamál, mannréttindi og félagslegt réttlæti skipta. Menn eru þó ekki sammála um merkingu stefnunnar, framkvæmd hennar og álitamál, áskoranir og möguleika sem í henni geta falist.

  • Len Barton, prófessor emerítus flytur inngangs erindið. Hann er einn af helstu áhrifavöldum á mótun og þróun skólastefnunnar í heiminum.
  • Málþingið er opið öllum meðan húsrúm leyfir.
  • Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum