Hoppa yfir valmynd
24. maí 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Illugi Gunnarsson nýr mennta- og menningarmálaráðherra

Nýr mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur tekið við embætti af Katrínu Jakobsdóttur, sem gegndi  embætti mennta- og menningarmálaráðherra frá 2. febrúar 2009.
Illugi Gunnarsson nýr mennta- og menningarmálaráðherra
Illugi Gunnarsson nýr mennta- og menningarmálaráðherra

Illugi er fæddur á Siglufirði árið 1967. Hann hefur BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá London Business School. Árið 2007 tók hann sæti fyrir Sjálfstæðisflokk á Alþingi og var formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2009-2010 og aftur árið 2012. Hann sat í efnahags- og skattanefnd 2007, fjárlaganefnd 2007-2009 og 2011-2012, menntamálanefnd 2007-2009, umhverfisnefnd 2007-2009, viðskiptanefnd 2010-2011 og allsherjarnefnd 2010-2011. Þá átti hann sæti í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2007-2009 og Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2009-2010 og 2011-2013.

Illugi er giftur Brynhildi Einarsdóttur sagnfræðingi og þau eiga eina dóttur, Guðrúnu Ínu, fædd 2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum