Hoppa yfir valmynd
4. júní 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fyrsta úthlutun úr Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar hefur nú úthlutað sínum fyrstu styrkjum sem hugsaðir eru sem fjárfestingar í íslenskum tónlistarverkefnum, sem hyggja á erlenda markaði.

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar hefur nú úthlutað sínum fyrstu styrkjum sem hugsaðir eru sem fjárfestingar í íslenskum tónlistarverkefnum, sem hyggja á erlenda markaði. Sjóðurinn starfar skv. reglum sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett. Þriggja manna stjórn úthlutar úr sjóðnum.


Alls bárust 16 umsóknir fyrir 1. maí og sótt var alls um 6.587.700 kr. Að þessu sinni fengu sjö verkefni úthlutað ferðastyrkjum og fimm verkefni fengu styrki til markaðssetningar erlendis, alls 3.700.000 kr.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrki.

500.000 kr.  til markaðsverkefna:

  • Útidúr, Reykjavik Sinfónía, Lára Rúnarsdóttir og Biggi Hilmars.

1000.000 kr.  til markaðsverkefna:

  • Retro Stefson.

50.000 kr. ferðastyrkir (fjöldi styrkja innan sviga):

  • Sykur (4), Svavar Knútur (1), Krakkbot (1), Kontinuum x(5), Berglind Ágústsdóttir (1), Aðalsteinn Jörundsson (1) og Þuríður Jónsdóttir  (1).
  • Mánaðarlega er úthlutað ferðastyrkjum að fjárhæð 50 þús.kr.  á mann, en ársfjórðungslega svokölluðum markaðsstyrkjum, 2 x 500 þús. kr. og 1 x 1 millj. kr.

  

Umsóknareyðublöð og reglur eru á vef ÚTÓN, www.uton.is, sem sér um umsýslu sjóðsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum