Hoppa yfir valmynd
19. júní 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Endurmenntun Háskóla Íslands brautskráir nemendur

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti hátíðarræðu við útskrift nemenda.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti hátíðarræðu við útskrift nemenda.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti hátíðarræðu við útskrift nemenda.

Alls voru 85 kandídatar brautskráðir af fjórum námsbrautum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands föstudaginn 14. júní. Við upphaf athafnarinnar ávarpaði Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri nemendur og gesti og fór yfir fjölbreytta starfssemi ársins hjá Endurmenntun. Hátíðarræðumaður var mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson sem fjallaði m.a. um efnahagslega þýðingu menntunar og mikilvægi þess að velja sér nám út frá ástríðu og áhuga. Ragnhildur Bjarkardóttir, kandídat úr Fjölskyldumeðferð hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnema.

Námsbrautirnar fjórar sem um ræðir eru: Fjölskyldumeðferð, Nám í undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar, Nám til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala og Sálgæslufræði.

Endurmenntun Háskóla Íslands hefur starfað síðan 1983 og staðið fyrir stökum námsbrautum er ná til flestra þátta samfélagsins, skipulagt sérstakar námsbrautir á bæði grunn- og meistarastigi, staðið fyrir fjölbreyttu réttindanámi og haldið stök námskeið á meistarastigi í samstarfi við deildir Háskóla Íslands. Stofnunin er brautryðjandi á sínu sviði og hefur að flestu leyti markað þá stefnu sem ríkt hefur í endurmenntun á Íslandi allar götur frá því að hún tók til starfa.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum