Hoppa yfir valmynd
28. júní 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Miðstöð norrænna barna- og unglingabókmennta í Norræna húsinu

llugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra kynnti sér starfsemi Norræna hússins og átti fund með starfsmönnum þess.

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra kynnti sér starfsemi Norræna hússins og átti fund með starfsmönnum þess. Meðal  þess sem fram kom í kynningu á starfseminni var að norræna ráðherranefndin ákvað að fela Norræna húsinu umsjón með nýstofnuðum Barna- og unglingabókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs og fleiri verkefnum, sem tengjast verkefnum á sviði norrænna barna- og unglingabókmennta. Má þar t.d. nefna yfirumsjón með norrænum rithöfundaskóla fyrir ungt fólk á Biskops Arnö í Svíþjóð og rithöfundaheimsóknum í grunnskóla á Norðurlöndum.

Auk margvíslegra reglubundinna verkefna stendur Norræna húsið fyrir fjölbreyttum viðburðum á sviði menningarmála. Fyrir dyrum stendur sirkushátíð, sem er eitt stærsta verkefni sem húsið hefur staðið fyrir. Um 20 sirkushópar víða úr heimi sýna listir sínar og þeirra á meðal er Cirkus Cirkör frá Svíþjóð, sem áður hefur komið til Íslands og er frægasti sirkus Norðurlanda.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum