Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Staða framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna er laus til umsóknar.


Starfssvið

Framkvæmdastjóri veitir Lánasjóði íslenskra námsmanna forstöðu. Um starfsemi Lánasjóðs íslenskra námsmanna fer skv. lögum nr. 21/1992. Framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna stjórnar daglegum rekstri og starfi sjóðsins og gætir þess að starfsemi hans sé í samræmi við lög, reglugerðir og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma.

Menntunar- og hæfniskröfur

Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi. Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar og rekstrar er æskileg, ásamt þekkingu á málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Leitað er eftir einstaklingi með reynslu á sviði fjármála og rekstrar, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og þekkingu á stjórnsýslulögum. Góð kunnáttu í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli er æskileg.

Ráðning og kjör

Mennta- og menningarmálaráðherra skipar framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins skv. 4. mgr. 4. gr. laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum. Miðað er við skipun í embætti frá 1. október 2013.

Um laun framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006, með síðari breytingum.

Umsóknir

Umsóknir  með upplýsingum um starfsheiti ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er framlengdur til mánudagsins 26. ágúst 2013. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jens Pétur Hjaltested rekstrarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

  •  Umsóknarfrestur er til  26. ágúst 2013.


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum