Hoppa yfir valmynd
9. september 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Bókasafnsdagurinn 2013: „Lestur er bestur - spjaldanna á milli“

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opnar nýjan vef bókasafna í landinu.

Bókasafnsdagurinn 2013: „Lestur er bestur - spjaldanna á milli“
Bókasafnsdagurinn 2013: „Lestur er bestur - spjaldanna á milli“

Í dag, mánudaginn 9. september, er Bókasafnsdagurinn. Af því tilefni opnaði Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra nýjan upplýsingavef um bókasöfn í landinu, www.bokasafn.is á fundi Upplýsingar, sem haldinn var í bókasafni Landsvirkjunar. Á vefnum eru upplýsingar um staðsetningu, afgreiðslutíma og þjónustu rúmlega 50 bókasafna á Íslandi og á næstu vikum verður upplýsingum um fleiri söfn bætt á vefinn en alls eru bókasöfn á Íslandi yfir 100.

 Yfirskrift Bókasafnsdagsins að þessu sinni er: Lestur er bestur - spjaldanna á milli. Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða stendur að Bókasafnsdeginum og markmið hans er annars vegar að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og hins vegar að vera dagur starfsmanna safnanna.

 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum