Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðherra fundar með Heimili og skóla

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hitti starfsmenn og fulltrúa úr stjórn og fulltrúaráði Heimilis og skóla ásamt nokkrum starfsmönnum ráðuneytisins.
Ráðherra fundar með Heimili og skóla
Ráðherra fundar með Heimili og skóla

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hitti starfsmenn og fulltrúa úr stjórn og fulltrúaráði Heimilis og skóla ásamt nokkrum starfsmönnum ráðuneytisins.

Á fundinum var m.a. rætt um PISA rannsóknina og niðurstöður hennar. Ráðherra sagði það eitt helsta verkefni ráðuneytisins að efna til aðgerða til að auka lestrarskilning barna og unglinga, ekki síst drengja en það væri langtímaverkefni og samkvæmt reynslu annarra þjóða kæmi árangur ekki í ljós fyrr en að mörgum árum liðnum. Annað helsta verkefnið er að vinna að endurbótum á framhaldsskólakerfinu til að hækka hlutfall þeirra sem ljúka námi á réttum tíma, gera þriggja ára nám til stúdentsprófs að veruleika og fleira. Á næstunni verður svokölluð „Hvítbók“ kynnt með helstu markmiðum og aðgerðum í þessu skyni. Á fundinum var auk þess rætt um mikilvægi samstarfs foreldra og skóla og hvernig kjör kennara fléttast inn í umræðu og stöðu skólamála hér á landi.

Heimili og skóli – landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum og sem veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka, gefa út tímarit og ýmiss konar efni um foreldrastarf. Samtökin voru stofnuð árið 1992 og markmið þeirra er að stuðla að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga. Heimili og skóli sjá m.a. um rekstur verkefnisins SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, sem er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum