Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Erfiðustu spurningarnar koma ekki á prófi!

Kennarasamband Íslands efnir til málþings um hvernig list- og verkgreinar efla menntun á Íslandi

„Erfiðustu spurningarnar koma ekki á prófi! Horfum til þeirrar hæfni sem framtíðin þarfnast“ er heiti málþings, sem Kennarasamband Íslands efnir til um hvernig list- og verkgreinar efla menntun á Íslandi og verður haldið mánudaginn 17. febrúar 2014 kl. 12:15-17:00 í Gullteig, Grand Hótel Reykjavík

Dagskrá:

12:15 Skráning

12:30 ÚR SKÓLANUM – SÝNINGAR FRÁ VERKUM NEMENDA Í LEIK- OG GRUNNSKÓLUM

  • Tímahylki – óskir fyrir framtíðina Guðrún Gísladóttir, myndmenntakennari í Sæmundarskóla
  • Leikbrúður og dýr – sköpun og tækni fara vel saman í textílmennt  Ólöf Ágústína Stefánsdóttir, textílkennari í Langholtsskóla
  • Nýjungar í smíðastofunni  Engilbert Imsland, smíðakennari í Hólabrekkuskóla
  • Skapandi starf í Leikskólanum Vinagerði  Dagrún Ársælsdóttir, leikskólastjóri

Tónlist Nemendur úr Skólahljómsveit Kópavogs bjóða málþingsgesti velkomna

12:45 VERTU TIL

  • Tónar og taktar Þórdís Heiða Kristjánsdóttir og Gunnar Benediktsson, kennarar í tónlistarmiðlun frá Guildhall School of Music and Drama í London
  • Það er leikur að læra Rannveig Þorkelsdóttir, leiklistarkennari og Þórey Sigþórsdóttir, leikkona

13:30 HEIÐURSGESTUR OG AÐALFYRIRLESARI MÁLÞINGSINS –

  • „WHY ARTS MATTERS“  Dr. Linda Nathan, sérstakur ráðgjafi forstöðumanna í Boston, stofnandi og fyrrverandi      skólastjóri Boston Art Academy flytur aðalerindi málþingsins „Why Arts matters“

14:30 STUTT FRAMSÖGUERINDI OG ÁVARP SÉRSTAKRA GESTA

  • Listnám – hvernig gerum við betur? Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík og einn af höfundum þemaheftis um sköpun
  • Listir og verknám: Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla
  • Ávarp: Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra

15:00 Kaffihlé

15:30 Keywe - þekktu sjálfan þig Ólafur Stefánsson, fyrrverandi handboltamaður kynnir nýtt smáforrit til sögunnar

15:40 Þátttakendur virkjaðir: Listamaður – fræðimaður / Listgreinakennari – almennur kennari Dr. Unnur Óttarsdóttir, kennari, sérkennari, listmeðferðarfræðingur og myndlistarkona

16:00 PALLBORÐSUMRÆÐUR – ÞÁTTTAKENDUR Í PALLBORÐI:

  • Elías Arnar Hjálmarsson, nemandi á listnámsbraut í Borgarholtsskóla Í Reykjavík
  • Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra
  • Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík
  • Kristín Cardew, meistaranemi í tónlistardeild Listaháskóla Íslands og kennari við Barnaskóla Hjallastefnunnar
  • Dr. Linda Nathan, stofnandi og fyrrverandi skólastjóri Boston Art Academy
  • Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla í Reykjavík
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins

17:00 Málþingsslit

Málþingsstjóri : Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara

Þátttökugjald er 5.000 kr. Skráning og greiðsla fer fram á netslóðinni https://greidslusida.valitor.is/Tengill/983tpq fyrir 14. febrúar. Hægt er að sækja um styrk til endurmenntunarsjóða aðildarfélaga KÍ.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum