Hoppa yfir valmynd
7. maí 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Afmælismálþing Þekkingarnets Þingeyinga

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra tók þátt í málþinginu

IMG_6113

Um 90 manns sóttu afmælismálþing Þekkingarnets Þingeyinga, sem haldið var í skólahúsinu á Kópaskeri 2. maí sl. um menntamál undir heitinu "Upp veslast ónotaðar gáfur".  Það eru 10 ár liðin frá stofnun Þekkingarseturs Þingeyinga og 15 ár frá stofnun Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga og saman lögðu þessar stofnanir grunninn að Þekkingarneti Þingeyinga. Þá eru um 35 ár frá því framkvæmdir hófust við skólahúsið á Kópaskeri, en sú bygging og það starf sem þar fór fram var að mörgu leyti merkilegt innlegg í  skólaþróun á Íslandi. Málþingið snérist um menntastarf og með sérstakri áherslu á stórmerkilega starfsemi grunnskólans á Kópaskeri undir stjórn Péturs Þorsteinssonar.  Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra tók þátt í málþinginu með heimafólki, flutti ávarp í upphafi og endaði svo dagskrána óvænt með því að setjast við flygil hússins og leika frumsamið lag fyrir gesti. Auk ráðherra fluttu erindi Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Háskóla Íslands, Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri Kópaskeri og Trausti Þorsteinsson, dósent við Háskólann á Akureyri.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum