Hoppa yfir valmynd
15. maí 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

 Styrkir til náms í Japan fyrir árið 2015 

Ríkisstjórn og Menntamálaráðuneyti Japans bjóða fram styrki handa íslenskum ríkisborgurum til náms í Japan. Um er að ræða þrjá mismunandi styrki.


Ríkisstjórn og Menntamálaráðuneyti Japans bjóða fram styrki handa íslenskum ríkisborgurum til náms í Japan. Um er að ræða þrjá mismunandi styrki. Styrkirnir fela í sér flugfargjöld báðar leiðir, skólagjöld og mánaðarlegan framfærslustyrk. (Framfærslustyrkur er breytilegur eftir því um hvaða styrk er að ræða.) 

1. Styrkur til framhaldsnáms á háskólastigi (rannsóknarnám til meistara- og PhD gr.) 
2. Styrkur til grunnnáms á háskólastigi. 
3. Styrkur til iðntæknináms (að loknum framhaldsskóla). 

Umsækjendur verða að vera að vel á sig komnir, líkamlega og andlega, auk þess að hafa til að bera áhuga á að læra japönsku. Ætlast er til þess að styrkþegar verði komnir til Japans milli 1. og 7. apríl 2015. (Styrkþegar á leið í rannsóknarnám verða að vera komnir til Japans innan tveggja vikna frá því að viðkomandi háskóli hefur kennslu á önninni.) Vinsamlegast athugið að umsækjendur til framhaldsnáms á háskólastigi verða að hafa leitað uppi viðeigandi háskóla í Japan þar sem þeir geta sinnt rannsókn/námi sínu og skrá þá á viðhengisskjal (Attachment form) umsóknarinnar þegar henni er skilað inn til sendiráðsins. 

Umsjón með forvali verður í höndum Sendiráðs Japans á Íslandi. Umsóknir þeirra sem tilnefndir eru í forvali verða svo áframsendar til MEXT í Japan þar sem umsóknir verða endanlega samþykktar. 

Frekari upplýsingar, leiðarvísi með umsókn og eyðublöð má nálgast á heimasíðu sendiráðsins:


Vinsamlegast lesið vandlega yfir leiðarvísinn fyrir útfyllingu eyðublaðanna. Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá: Sendiráði Japans á Íslandi Sími: 510-8600 Fax: 510-8605 Tölvupóstur: [email protected] Heimasíða: http://www.is.emb-japan.go.jp/ 

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna í eftirfarandi fréttatilkynningum frá Sendiráði Japans á Íslandi:


Útfylltum umsóknum skal skilað inn eigi síðar en mánudaginn 30. júní 2014 til Sendiráðs Japans við Laugaveg 182, 6. hæð, 105 Reykjavík. Ekki verður tekið við umsóknum sem ekki eru fullkláraðar eða sem skilað er inn of seint. Allir umsækjendur sem teljast hæfir verða boðaðir í viðtal, auk skriflegs prófs í japönsku og/eða ensku, við Sendiráð Japans í júlí 2014. 

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 14. maí 2014.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum