Hoppa yfir valmynd
19. maí 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Heimsókn í Myndlistaskólann

Mennta- og menningarmálaráðherra skoðaði m.a. afrakstur samstarfs nemenda og stærsta postulínsframleiðslufyrirtækis í Evrópu

IMG_6193

Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík var haldin í húsnæði skólans við Hringbraut og í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem nemendur í diplómadeildum skólans sýndu verk sín. Diplómanámið er verktengt hönnunarnám þar sem lögð er áhersla á skapandi vinnuferli og fjölbreytta möguleika í tækni, efnum og aðferðum. Markmið námsins er að nemendur öðlist færni til að geta haslað sér völl sem sjálfstæðir hönnuðir og listamenn. Horft er til raunhæfra tenginga við ýmsar greinar og fyrirtæki, og til þess að nemendur afli sér þekkingar á þeim möguleikum sem liggja í menningar- og viðskiptaumhverfi samtímans.

Á sýningunni var meðal annars afrakstur samstarfsverkefnis skólans við þýsku postulínsverksmiðjuna KAHLA, sem er stærsta postulínsframleiðslufyrirtæki í Evrópu. Þetta er í þriðja sinn sem Myndlistaskólinn á í samstarfi við fyrirtækið og grunnhugmyndin í þessu verkefni er „Restaurant of the future“, þ.e. að hanna hluti úr postulíni fyrir veitingastað framtíðarinnar. Í þessu verkefni unnu nemendur í verksmiðjunni í viku þar sem þeir steyptu í mótin sín, glerjuðu og brenndu. Þar fengu þeir tækifæri á að kynnast öllu framleiðsluferlinu í verksmiðjunni og sjá þeirra eigin hönnun verða að postulínsvöru.

Illugi Gunnarsson heimsótti sýninguna og tók við það tækifæri við gjöf frá skólanum úr hendi fráfarandi skólastjóra Ingibjargar Jóhannsdóttur. Gjöfin er sprottin úr samstarfi skólans við Khala en þaðan hafa kennarar komið og nemendur farið i starfsnám. Nú eru nokkur verkefni nemenda komin í framleiðslu í fyrirtækinu og fékk ráðherra sýnishorn af þeim.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum