Hoppa yfir valmynd
28. maí 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ungmennaráð SAFT og SAMFÉS skora á fjölmiðla

Skorað er á fjölmiðla, sem hafa athugasemdakerfi á síðum sínum, að hvetja notendur til ábyrgrar notkunar þeirra.

Ungmennaráð SAMFÉS og SAFT
Ungmennaráð SAMFÉS og SAFT

Ungmennaráð SAFT og SAMFÉS skora á fjölmiðla, sem hafa athugasemdakerfi á síðum sínum, að hvetja notendur til ábyrgrar notkunar þeirra. Það má m.a. gera með því að hafa eftirfarandi setningar áberandi í athugasemdakerfinu.

1. „Það sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert. Hugsaðu áður en þú setur á netið. Orðum fylgir ábyrgð!“ #Ekkerthatur

2. „Hugsaðu áður en þú deilir. Gjörðir á netinu hafa afleiðingar á raunverulegt fólk. Orðum fylgir ábyrgð!“ #Ekkerthatur 

3. „Enginn má birta meiðandi myndir eða ummæli um aðra. Það sem birt er á netinu verður ekki tekið til baka. Orðum fylgir ábyrgð!“ #Ekkerthatur

4. „Hugsaðu áður þú birtir. Orðum fylgir ábyrgð!“ #Ekkerthatur

5. „Það sem þú gerir á netinu getur komið í bakið á þér síðar. Orðum fylgir ábyrgð!“ #Ekkerthatur 

Setningarnar eru samdar í tengslum við verkefnið Ekkert hatur –orðum fylgir ábyrgð, átaksverkefni gegn hatursorðræðu á netinu sem ungmennin hafa tekið virkan þátt í. Hópur stofnana og samtaka á Íslandi stendur á bak við átakið og er það hluti af verkefni Evrópuráðsins sem ber heitið No Hate Speech Movement .

Fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis annast eftirtaldiraðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – Landssamtök foreldra,  SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Æskulýðsvettvangurinn.

Aðstandendur verkefnisins hvetja alla til þess að kynna sér setningarnar hér að ofan og nota þær þegar þeir verða varir við ljótt orðbragð, einelti eða hatursáróður á netinu.

Til glöggvunar má lesa sig til um Ekkert haturverkefnið á heimasíðu SAFT og gefa góð ráð með hliðsjón af Netorðunum 5. Einnig er hægt að fræðast nánar um ungmennaráðið.

Nánari upplýsingar veita:

Sólveig Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT, [email protected] / sími: 864-2719

Hafþór Freyr Líndal, ritari og fjölmiðlafulltrúi Ungmennaráðs SAFT, [email protected] / sími: 821-2843

 Á myndinni eru ungmenni úr ungmennaráðum SAFT og SAMFÉS ásamt Laufeyju Maríu Jóhannesdóttur, formanni Sambands íslenskra framhaldsskólanema.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum