Hoppa yfir valmynd
30. maí 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Afrakstur fundar um frístundaheimili

Fundurinn var liður í undirbúningi tillagna um stefnu í málefnum frístundaheimila

Fundur um málefni frístundaheimila
Fristundaheimili

Þann 12. maí sl. gekkst starfshópur mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir morgunverðarfundi um starfsemi frístundaheimila eða lengdrar viðveru. Upptökur erinda sem flutt voru hafa verið gerð aðgengileg á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt glærum fyrirlesara, niðurstöðum könnunar á starfsemi frístundaheimila í sveitarfélögum o.fl.

Meginhluti dagskrár fundarins var tekinn undir umræður þátttakenda í hópum, sem umræðustjórar leiddu, með þremur fyrirfram gefnum spurningum. Þessar spurningar ásamt leiðbeiningum til hópstjóra eru á síðunni og eru sveitarfélög, sem ekki áttu fulltrúa á fundinum, hvött til þess að nýta sér þau gögn til fundahalda heima í héraði um málefni frístundaheimila. Þá er þar jafnframt aðgengileg fésbókarslóð þar sem þátttakendur hafa haldið áfram umræðunni og miðla hugmyndum og fleiru sín á milli.

Afrakstur umræðunnar þann 12. maí verður tekinn saman á vinnufundi starfshópsins 12. júní nk. og birtur á síðunni. Hann mun nýtast til þess að leggja lokahönd á tillögur hópsins til mennta- og menningarmálaráðherra um næstu skref í stefnumörkun um starfsemi frístundaheimila.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum