Hoppa yfir valmynd
12. júní 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nemendum í leikskólakennaranámi fjölgar

Kynningarátak um störf leikskólakennara hefur náð til mikils fjölda ungs fólks

Framtidarstarfid

Í fréttum hefur komið fram að um fjörutíu prósent fleiri sóttu um leikskólakennaranám við Háskóla Íslands í ár en í fyrra og aukningin er um 60% í Háskólanum á Akureyri, en þar er fyrsta árið sameiginlegt með þeim sem velja kennaranám til að vinna í grunnskólum. Ráðuneytið fagnar þessum tíðindum og telur þetta til marks um góðan árangur af kynningarátakinu.

Í vor var efnt til sérstaks kynningarátaks um störf leikskólakennara til að freista þess að fjölga kennaranemum og jafna kynjahlutföll í stéttinni. Átakið fór fram með auglýsingum, sérstaklega á netinu, kynningum og gerð myndabanda og fræðsluefnis, sem er á vefnum framtidarstarfid.is.

Átakið er að frumkvæði mennta- og menningarmálaráðuneytisins og byggist á tillögum  og niðurstöðum í skýrslu starfshóps, sem starfaði fyrri hluta árs 2012. Í kjölfarið var ákveðið að ráðast i kynningarátakið í samvinnu við stéttarfélagið Eflingu, Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum