Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Erfðir til framtíðar

Norræn þjóðlistahátíð og ráðstefna á Akureyri

Þjóðlist 1 á Akureyri 2014
Þjóðlist 1 á Akureyri 2014

Í dag hefst norræn þjóðlistahátíð og ráðstefna á Akureyri undir yfirskriftina Erfðir til framtíðar og hún stendur til 23. ágúst. Hátíðin hefst með opnunarsýningu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þar sem verða fjölbreytt dans- og tónlistaratriði frá Norðurlöndumauk þess sem Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra mun flytja ávarp. Að verkefninu stendur Norræna þjóðtónlistarnefndin (Nordisk Folkmusik Kommitté) í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Þjóðlistahátíðin

Frá fimmtudegi til laugardagskvölds verður hægt að velja um fjöldann allan af viðburðum víðsvegar um bæinn og njóta margs af því besta sem norræn þjóðlist hefur upp á að bjóða. Á hátíðinni má heyra og sjá kraftmiklar hljómsveitir, fjörugan dans, flottan söng og hljóðfæraleik. Fjölmörg námskeið verða í boði á hátíðinni, s.s. að spila á kantele og þjóðlagafiðlu, syngja þjóðlög frá Finnlandi og Noregi, dansa hambo, polska og vikivaka svo eitthvað sé nefnt.

Ráðstefna

Ráðstefnan fer fram dagana 21.-23.ágúst í Háskólanum á Akureyri og hefur Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri umsjón með henni. Þar munum um 30 fræðimenn koma saman og fjalla um norræna þjóðtónlist og þjóðdansa og norrænir ráðamenn til að kynnast fjölbreyttri flóru norrænnar menningar og skiptast á skoðunum um verndun menningarerfða. 

Upplýsingar um listamennina og dagskrá hátíðarinnar.

Allar upplýsingar um hátíðina má finna á www.tradition.is

Þjóðlistahátíð á Akureyri 2014

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum