Hoppa yfir valmynd
23. október 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ungt fólk – Framhaldsskólanemar 2013

Í skýrslunni Ungt fólk 2013 eru upplýsingar um menntun, menningu, íþróttaiðkun, heilsuhegðun og heilsuvísa, líðan og framtíðarsýn íslenskra ungmenna í framhaldsskólum landsins

Vígsla á nýju húsnæði fyrir Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Mennta- og menningarmálaráðuneyti gaf nýverið út skýrsluna Ungt fólk – Framhaldsskólanemar 2013. Skýrsla þessi er unnin í samvinnu við Rannsóknir og greiningu samkvæmt samningi ráðuneytisins um framkvæmt Ungt fólk rannsóknanna. Ráðuneytið hefur stuðlað að gerð rannsóknanna Ungt fólk allt frá árinu 1992 en þær eru nú unnar meðal nemenda í 5. – 7. bekk, í 8. – 10. bekk og meðal nemenda í öllum framhaldsskólum landsins. Skýrslan nú inniheldur upplýsingar um menntun, menningu, íþróttaiðkun, heilsuhegðun og heilsuvísa, líðan og framtíðarsýn íslenskra ungmenna í framhaldsskólum landsins. Bæði eru upplýsingar um núverandi stöðu þessara málaflokka auk þróunar undanfarinna ára. Skýrslan inniheldur alls 118 lýsandi myndir og 175 töflur með upplýsingum um nemendur á landinu öllu. Þá hafa verið unnar sérskýrslur fyrir hvern og einn framhaldsskóla upp úr sömu gögnum til notkunar í vinnu í nærumhverfi hvers og eins framhaldsskóla. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Rannsóknir og greiningu ef nánari upplýsinga er óskað.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum