Hoppa yfir valmynd
6. mars 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Norræn ungmenni  -  lýðræði og þátttaka

Áhugaverð ráðstefna um málefni ungs fólks á Norðurlöndunum

Mynd-12

Norræna félagið, í samstarfi við mennta-og menningarmálaráðuneytið, býður til ráðstefnu í Norræna húsinu laugardaginn 7. mars, n.k. kl. 12-16. Ráðstefnan fer fram bæði á íslensku og ensku og ber yfirskriftina “Norræn ungmenni; lýðræði og þátttaka.”

 Ráðstefnan er hluti af formennsku Íslands innan Norrænu ráðherranefndarinnar 2014.

Á ráðstefnunni verða bæði íslenskir og erlendir fyrirlesarar sem hafa reynslu af starfi innan norrænnar samvinnu, stjórnmála, ungmennaráða og æskulýðsstarfs. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra setur ráðstefnuna og meðal fyrirlesara eru fulltrúar ungmennaráðs Barnaheilla Eva Heiða Önnudóttir og Hjördís Gaard formaður ungmennaráðs Færeyja.

Dagskrá ráðstefnunnar er á heimasíðu Norræna félagsins; www.norden.is.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum