Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Lestur gerirlífið skemmtilegra

Landsleikurinn Allir lesa hefst á bóndadag og lýkur á konudag

Allir lesa - landsleikur í lestri, stendur frá bóndadegi 22. janúar, til konudags 21. febrúar 2016. Keppt er í liðum og mældur sá tími sem liðin verja í lestur. Í lokin eru sigurlið heiðruð með viðurkenningum og verðlaunum.

Allar tegundir bóka eru gjaldgengar og það skiptir ekki máli hvernig bækur eru lesnar eða hvort um er að ræða prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók.

Allir geta myndað lið, til dæmis á vinnustaðnum, í saumaklúbbnum, vinahópnum eða með fjölskyldunni. Foreldrar sem lesa fyrir ung börn sín eru sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnunum og skrá lesturinn. Einn aðili, liðsstjórinn, stofnar lið inn á vefnum og bætir öðrum liðsmönnum í liðið. Aðrir geta einnig fundið liðið og gengið í það. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar.

Aðstandendur Allir lesa eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco. Mennta- og menningarmálaráðuneytið og ÍSÍ eru samstarfsaðilar.

Skráning og frekari upplýsingar á vefnum allirlesa.is

Ljósmynd: Vita Thomsen/norden.org

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum